Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. janúar 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ónefnt enskt félag veitir Newcastle samkeppni
Diego Carlos.
Diego Carlos.
Mynd: Getty Images
Newcastle er að færast nær kaupum á miðverðinum Diego Carlos, en það gæti haft áhrif að annað félag úr ensku úrvalsdeildinni ætlar sér að krækja í hann.

Þetta kemur fram á Sky Sports. Carlos vill yfirgefa Sevilla og eru miklar líkur á því að hann endi á Englandi. En hvar?

Talið er að Newcastle hafi gert 30 milljón punda tilboð í Carlos, en annað enskt félag hefur gert að andvirði sömu upphæð í leikmanninn.

Ekki kemur fram hvert hitt enska félagið er, sem hefur gert tilboð í leikmanninn.

Í spænskum fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að leikmaðurinn sé með riftunarverð í samningi sínum upp á tæplega 70 milljónir punda. Félögin eru ekki tilbúin að borga það mikið fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner