Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate fylgist með Webster fyrir gluggann í mars
Adam Webster.
Adam Webster.
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er að íhuga að velja varnarmanninn Adam Webster í landsliðshópinn fyrir leiki í mars.

Þetta kemur fram hjá breska götublaðinu á Daily Mail.

Webster var frá vegna meiðsla fyrr á tímabilinu en hefur komið mjög öflugur inn síðustu vikur. Hann var maður leiksins gegn Chelsea síðasta þriðjudag og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum.

Jamie Carragher, fyrrum landsliðsmaður, hreifst mikið af frammistöðu Webster gegn Chelsea.

„Það er enginn annar enskur miðvörður eins góður að senda boltann með báðum fótum og Webster," skrifaði Carragher á Twitter.

Southgate hefur verið að fylgjast með Webster og er möguleiki á að hann verði í landsliðshópnum í fyrsta sinn fyrir tvo vináttulandsleiki í mars. Webster er með reynslu úr fjögurra manna vörn og þriggja manna vörn. Það og sendingargeta hans er talið heilla Southgate mjög.
Athugasemdir
banner
banner