Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. janúar 2023 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Osimhen með ellefu mörk í síðustu tíu leikjum
Victor Osimhen getur ekki hætt að skora
Victor Osimhen getur ekki hætt að skora
Mynd: Getty Images
Napoli situr nú í toppsætinu með tólf stiga forystu eftir að hafa lagt Salernitana að velli, 2-0, í Salerno í dag. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð.

Hægri vængbakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo skoraði með góðu skoti í stöng og inn undir lok fyrri hálfleiks en tíu mínútum áður hafði dómarinn tekið mark af Victor Osimhen vegna rangstöðu.

Osimhen hélt áfram að reyna og þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af þeim síðari kom markið er hann nýtti frákast. Ellefta mark hans í síðustu tíu deildarleikjum.

Napoli fagnaði góðum 2-0 sigri og er nú með tólf stiga forystu á toppnum.

Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á bekknum hjá Lecce sem tapaði fyrir Hellas Verona, 2-0. Fabio Depaoli og Darko Lazovic gerðu mörk Verona. Lecce er í 14. sæti með 20 stig en Verona í 18. sæti með 12 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Verona 2 - 0 Lecce
1-0 Fabio Depaoli ('40 )
2-0 Darko Lazovic ('54 )

Salernitana 0 - 2 Napoli
0-1 Giovanni Di Lorenzo ('45 )
0-2 Victor Osimhen ('48 )
Athugasemdir
banner
banner
banner