Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. janúar 2023 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Ekki að reyna loka eyrunum
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: EPA
Farhad Moshiri, eigandi Everton
Farhad Moshiri, eigandi Everton
Mynd: EPA
Frank Lampard, stjóri Everton, var niðurlútur eins og svo oft áður á þessu tímabili eftir 2-0 tapið gegn West Ham í dag.

Everton hefur ekki unnið leik síðan í október og situr nú í 19. sæti deildarinnar með 15 stig.

Starf Lampard er í hættu en stjórn Everton vildi ekki ræða stöðu hans eftir leikinn í dag.

Lampard segir að eina leiðin sé að halda áfram og vonandi koma úrslitin í kjölfarið.

„Við þurfum að halda áfram að vinna, það er það eina sem ég kann. Vinnan heldur áfram á æfingasvæðinu og við þurfum að vera betri sem lið. Þegar þú skorar þá gefur það þér góða tilfinningu og ef þú gerir það ekki þá upplifir hitt liðið tilfinninguna og það gerðist gegn West Ham.“

„Þú getur ekki búist við því að þeir stuðningsmenn sem ferðuðust hingað séu ánægðir með tapið. Það er ekki hægt að gagnrýna framlagið frá strákunum, en þegar þú ert að ganga í gegnum erfiðan kafla þá gengur einfaldlega ekkert upp. Allir þurfa að hjálpast að til að snúa þessu við.“


Farhad Moshiri, eigandi Everton, var á leiknum í Lundúnum í dag, en hann sagði að það væri ekki hans að ákveða hvort Lampard yrði rekinn eða ekki. Lampard ætlar að halda áfram að vinna sína vinnu.

„Það er ekki undir mér komið. Það er í mínum verkahring að vinna, einbeita mér og halda áfram. Ég hef fulla trú á því hvernig ég vil þjálfa mitt lið. Þetta eru erfiðar aðstæður og ég er meðvitaður um það. Ég ætla bara að vinna mína vinnu og tala um það sem ég get haft áhrif á og það eru leikmennirnir og hvernig er hægt að ná í hagstæð úrslit.“

„Það er búið að gera mikið úr því. Ég veit að það eru vandamál og ég er ekki að reyna loka eyrunum en sem þjálfari er það ekki mikilvægt. Stjórnin er regulega í sambandi við mig og hún hefur verið það allan þann tíma sem ég hef verið hér. Það er ekki mitt að segja frá þeim samtölum.“


Arnaut Danjuma er sagður nálægt því að ganga í raðir Everton en Lampard vildi ekki tala um það. Viðræðum er ekki lokið að hans sögn.

„Það er ekki búið að ganga frá því þannig ég ætla ekki að tala um það. Við þurfum að hjálpa hópnum í leiks eins og þessum í dag, því þetta var gott dæmi um leik þar sem við vorum með stjórn, en þurfum að vera harðari af okkur og nýta færin,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner