Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   sun 21. janúar 2024 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Þorleifur til Debreceni (Staðfest)
Þorleifur Úlfarsson er mættur til Ungverjalands
Þorleifur Úlfarsson er mættur til Ungverjalands
Mynd: Debreceni
Þorleifur Úlfarsson er genginn til liðs við ungverska félagið Debreceni frá Houston Dynamo í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu ungverska félagsins í dag.

Þorleifur eða Dolli eins og hann er kallaður er uppalinn í Breiðabliki og spilaði einn leik með liðinu ásamt því að hafa spilað fyrir Augnablik og Víking Ólafsvík.

Hann hélt út til Bandaríkjanna í nám við Duke-háskólann þar sem hann fór á kostum í háskólaboltanum. Þar skoraði hann 19 mörk í 25 leikjum og var valinn í úrvalslið deildarinnar.

Þorleifur var einn af fáum sem fengu svokallaðan Generation Adidas-samning í MLS-deildinni fyrir nýliðavalið. Houston Dynamo tók Þorleif í valinu.

Þar spilaði hann alls 49 leiki í MLS-deildinni á tveimur tímabilum og skoraði 7 mörk, ásamt því að leggja upp tvö mörk, en hann var þó ekki að fá eins mikinn spiltíma og hann hefði viljað.

Á dögunum var greint frá því að hann væri á leið til Debreceni í Ungverjalandi og nú hefur félagið staðfest komu hans. Lengd samningsins kemur ekki fram.

Debreceni hefur sjö sinnum unnið ungversku deildina, síðast árið 2014. Liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Liðið er nú í 5. sæti deildarinnar þegar 17 leiki eru búnir af mótinu, níu stigum frá toppnum.


Athugasemdir
banner
banner