Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. febrúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Lengjubikarinn á fullt skrið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum yfir helgina þar sem 24 leikir fara fram í hinum ýmsu undirbúningsmótum.

Lengjubikarinn er kominn í gang og á Afturelding heimaleik gegn Breiðabliki í kvöld. Mosfellingar fengu eitt stig úr fyrstu umferð á meðan Blikar unnu sinn leik.

Þrír leikir eru á dagskrá í fyrstu umferð B-deildar í kvöld. Haukar taka þar á móti Vængjum Júpíters í Hafnarfirði skömmu áður en viðureign KV og Þróttar V. fer af stað í Vesturbænum. ÍR og Reynir Sandgerði eigast að lokum við í Egilshöllinni.

Á morgun er mikið um spennandi leiki í Lengjubikar karla þar sem Valur mætir Fjölni, Fram spilar við KA og Stjarnan tekur á móti ÍBV.

HK og Þróttur R. eigast einnig við auk leikja í B-deild Lengjubikarsins og Kjarnafæðismóti kvenna.

Á sunnudaginn mætast Árborg og KFS í úrslitaleik um 5. sæti C-deildar Fótbolta.net mótsins. KV vann mótið eftir sigur í úrslitaleik gegn Kórdrengjum.

Auk þess er mikið um að vera í Lengjubikarnum þar sem Keflavík mætir Víkingi R. í Reykjaneshöllinni og Grindavík tekur á móti Þór í Akraneshöllinni.

Föstudagur:
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
19:00 Afturelding-Breiðablik (Varmárvöllur - gervigras)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
18:30 Haukar-Vængir Júpiters (Ásvellir)
19:00 KV-Þróttur V. (KR-völlur)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
19:00 ÍR-Reynir S. (Egilshöll)



Laugardagur:
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
15:15 Fram-KA (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
11:30 HK-Þróttur R. (Kórinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
12:00 Valur-Fjölnir (Origo völlurinn)
12:00 Stjarnan-ÍBV (Samsung völlurinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
14:00 KFG-Kórdrengir (Samsung völlurinn)
15:00 Augnablik-Víðir (Fagrilundur)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
16:00 Sindri-Tindastóll (Skessan)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
13:00 Álftanes-Selfoss (Bessastaðavöllur)
14:00 Kári-Elliði (Akraneshöllin)

Kjarnafæðismót kvenna
13:30 Völsungur - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir (Húsavíkurvöllur)



Sunnudagur:
Fótbolta.net mótið - C-deild leikið um sæti
18:00 Árborg-KFS (JÁVERK-völlurinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
12:00 ÍA-Leiknir F. (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
13:00 Keflavík-Víkingur R. (Reykjaneshöllin)
15:15 Fylkir-Magni (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
16:00 Grindavík-Þór (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
14:00 Vestri-Víkingur Ó. (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
18:00 Njarðvík-Ægir (Reykjaneshöllin)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
16:00 Völsungur-Dalvík/Reynir (Húsavíkurvöllur)
17:00 KF-Einherji (Boginn)

Lengjubikar kvenna - A-deild
14:00 Selfoss-Fylkir (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner