Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. febrúar 2021 18:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Valgeir sneri sig á ökkla - Bakvarðaþema
Bjarni Mark Duffield
Bjarni Mark Duffield
Mynd: Lars Jacobsson
Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í 1. umferð sænsku bikarkeppninnar í dag. Fyrstu þrjár umferðir keppninnar eru leiknar sem bikarkeppni og kemst toppliðið áfram í útsláttarkeppni.

Häcken, þar sem þeir Oskar Tor Sverrisson og Valgeir Lunddal Friðriksson leika, sigraði Dalkurd, 2-0 á heimavelli í dag. Bæði Valgeir og Oskar voru í byrjunarliðum heimamanna en Valgeir þurfti að yfirgefa völlinn á 20. mínútu vegna ökklameiðsla. Óskar lék allan leikinn. Valgeir er hægri bakvörður og Oskar vinstri bakvörður.

Sænsku meistararnir í Malmö töpuðu mjög óvænt gegn Vasterask á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö sem tapaði 1-2.

Loks vann Djurgarden 1-0 heimasigur á Brage. Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Brage og var samkvæmt Flashscore stillt upp í vinstri bakverðinum.

Brage leikur í næstefstu deild en Häcken og Malmö í efstu deild.
Athugasemdir
banner