Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Flugeldar og frábær mörk
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það er óvíst hvort Nunez og Salah verði klárir fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea
Það er óvíst hvort Nunez og Salah verði klárir fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með frammistöðu liðsins í 4-1 sigrinum á Luton Town á Anfield í kvöld, en hann segist ekki geta sagt til um hvort hann fái menn til baka úr meiðslum fyrir úrslitaleikinn í deildabikarnum um helgina.

Liverpool spilaði ágætis fótbolta í leiknum en náði ekki að nýta færin í fyrri hálfleiknum. Luton skoraði á 12. mínútu og héldu gestirnir forystunni þangað til Virgil van Dijk stangaði boltanum í netið snemma í síðari.

Cody Gakpo skoraði annað markið í kjölfarið og bættu þeir Luis Díaz og Harvey Elliott við tveimur mörkum áður en leikurinn var úti.

„Stórkostlegur leikur. Ég var hrifinn af mörgu sem við gerðum í fyrri hálfleik, en ég sá að strákarnir og stuðningsmennirnir voru ekki eins hrifnir.“

„Við byrjuðum ágætlega og maður verður að venjast andstæðingnum aðeins, en síðan skora þeir mark. Það var allt í lagi fram að síðasta þriðjungnum, því það var þá sem við fórum að flýta okkur.“

„Ég sagði við strákana að þetta væri toppleikur og við yrðum bara að vera rólegri á mikilvægum augnablikum, síðan komu flugeldar og frábær mörk. Geggjað kvöld og bara mjög gott allt saman.“


Hverjir voru framúrskarandi?

„Díaz setti boltann í netið. Ótrúlegur leikur hjá Cody Gakpo og Ryan Gravenberchlíka. Þeir voru allir stórkostlegir. Caoimhin Kelleher þurfti að berjast við átta eða níu menn bara til að ná höndum á boltann eftir fast leikatriði. Krakkarnir komu síðan inn á og gerðu frábærlega. Það er svo svalt hvernig kúltúrinn náði að kenna næstu kynslóð. Í heildina þá var það áhorfendur og liðið sem breyti leiknum og það var geggjað.“

Darwin Nunez og Mohamed Salah voru ekki með í dag. Þeir eru að glíma við smávægileg meiðsli. Fleiri menn eru á meiðslalistanum en Klopp veit ekki hvort hann fái menn úr meiðslum fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea á sunnudag.

„Nei. Við vitum ekkert og verðum bara að bíða og sjá, en ég sagði það fyrir leikinn að svo lengi sem við erum með ellefu leikmenn þá munum við keyra á þetta. Verðum við líklegri aðilinn? Klárlega ekki.“

„Chelsea hefur bætt sig mikið síðan við spiluðum síðast við þá þannig þetta verður snúið,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner