Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   mið 21. febrúar 2024 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo skoraði 876. mark ferilsins er Al Nassr flaug inn í 8-liða úrslit
Cristiano Ronaldo skoraði annað mark Al Nassr sem vann 2-0 sigur á Al Feiha í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Asíu í kvöld.

Brasilíski leikmaðurinn Otavio skoraði fyrra mark Al-Nassr í leiknum og gerði Ronaldo annað marki með skoti af stuttu færi eftir misskilning í teignum.

Þetta var 876. mark hans á ferlinum.

Al Nassr er nú komið í 8-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.


Athugasemdir