Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 21. febrúar 2025 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Kvenaboltinn Icelandair
Glódís Perla á æfingu Íslands í gær
Glódís Perla á æfingu Íslands í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lia Wälti í leik með Arsenal í vetur. Hún mætir Íslandi með Sviss í kvöld og Glódís Perla segir hana eina bestu sexu í heimi.
Lia Wälti í leik með Arsenal í vetur. Hún mætir Íslandi með Sviss í kvöld og Glódís Perla segir hana eina bestu sexu í heimi.
Mynd: EPA
,,Það er mikið sem gerist á þessu ári og margt sem bæði og ég bæði liðin getum bætt okkur í.''
,,Það er mikið sem gerist á þessu ári og margt sem bæði og ég bæði liðin getum bætt okkur í.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera fínt. Við erum búnar að æfa hérna í þrjá daga og taka undirbúninginn," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsiðsins í Zurich í gær en framundan er leikur við Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram klukkan 18:00 í kvöld.

Glódís Perla ræddi við Fótbolta.net á keppnisvellinum Stadion Letzigrund í Zurich þar sem lokaæfingin fór fram en fram að því höfðu þær æft á gervigrasi.

„Ég er spennt að æfa loksins á grasi og taka síðasta undirbúninginn fyrir leikinn," sagði Glódís Perla.

„Gervigras er ekki uppáhaldið mitt, ég er orðin vön grasi úti en auðvitað ólumst við flestar upp við að vera mikið á gervigrasi. Það eru allir vellir grasvellir í Þýskalandi. Mér sýnist völlurinn hér í toppstandi svo þetta verður frábært á morgun."

Leikur við Sviss á morgun, þekkirðu mikið til liðsins?

„Já ég þekki einhverja leikmenn. Það eru nokkrar í Bundesligunni og svo eru þær með leikmenn í flottum liðum. Þær eru með hörkulið en liðið er aðeins breytt síðan við spiluðum við þær síðast, þá vantaði marga leikmenn. Við getum því ekki horft í þann leik. Þær eru að undirbúa sig fyrir Þjóðadeildina og EM á heimavelli í sumar hjá þeim og ljóst að þær ætla að sýna hvað þær geta."

„Ég held þetta verði jafn leikur. Þær hafa verið að þróa sinn leik með boltann og eins og við vilja þær halda meira í hann. Þær geta farið direct og spilað líka. Þær eru með leikmenn í flottum liðum og sexan þeirra, Lia Wälti er ein besta sexa í heimi. Þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur og við verðum að eiga virkilega góðan leik á móti þeim. Ég hef fulla trú á að við getum spilað okkar leik á móti þeim."

Nánar er rætt við Glódísi í spilaranum að ofan. Hún átti frábært ár, var tilnefnd í Ballon d'Or í fyrra, vann þýsku deildina og var valin Íþróttamaður ársins. Aðspurð hvort hægt sé að toppa það ár núna sagði hún?

„Já það er alltaf hægt að gera það, ég vil alltaf bæta mig og ég vil ná lengra. Við erum með stór markmið í Bayern á þessu ári og ætlum áfram. Okkur langar í undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni og svo er EM í sumar og við viljum halda áfram að bæta okkur sem lið. Það er mikið sem gerist á þessu ári og margt sem bæði og ég bæði liðin getum bætt okkur í."
Athugasemdir
banner