Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   fös 21. febrúar 2025 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Kvenaboltinn Icelandair
watermark Glódís Perla á æfingu Íslands í gær
Glódís Perla á æfingu Íslands í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Lia Wälti í leik með Arsenal í vetur. Hún mætir Íslandi með Sviss í kvöld og Glódís Perla segir hana eina bestu sexu í heimi.
Lia Wälti í leik með Arsenal í vetur. Hún mætir Íslandi með Sviss í kvöld og Glódís Perla segir hana eina bestu sexu í heimi.
Mynd: EPA
watermark ,,Það er mikið sem gerist á þessu ári og margt sem bæði og ég bæði liðin getum bætt okkur í.''
,,Það er mikið sem gerist á þessu ári og margt sem bæði og ég bæði liðin getum bætt okkur í.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera fínt. Við erum búnar að æfa hérna í þrjá daga og taka undirbúninginn," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsiðsins í Zurich í gær en framundan er leikur við Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram klukkan 18:00 í kvöld.

Glódís Perla ræddi við Fótbolta.net á keppnisvellinum Stadion Letzigrund í Zurich þar sem lokaæfingin fór fram en fram að því höfðu þær æft á gervigrasi.

„Ég er spennt að æfa loksins á grasi og taka síðasta undirbúninginn fyrir leikinn," sagði Glódís Perla.

„Gervigras er ekki uppáhaldið mitt, ég er orðin vön grasi úti en auðvitað ólumst við flestar upp við að vera mikið á gervigrasi. Það eru allir vellir grasvellir í Þýskalandi. Mér sýnist völlurinn hér í toppstandi svo þetta verður frábært á morgun."

Leikur við Sviss á morgun, þekkirðu mikið til liðsins?

„Já ég þekki einhverja leikmenn. Það eru nokkrar í Bundesligunni og svo eru þær með leikmenn í flottum liðum. Þær eru með hörkulið en liðið er aðeins breytt síðan við spiluðum við þær síðast, þá vantaði marga leikmenn. Við getum því ekki horft í þann leik. Þær eru að undirbúa sig fyrir Þjóðadeildina og EM á heimavelli í sumar hjá þeim og ljóst að þær ætla að sýna hvað þær geta."

„Ég held þetta verði jafn leikur. Þær hafa verið að þróa sinn leik með boltann og eins og við vilja þær halda meira í hann. Þær geta farið direct og spilað líka. Þær eru með leikmenn í flottum liðum og sexan þeirra, Lia Wälti er ein besta sexa í heimi. Þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur og við verðum að eiga virkilega góðan leik á móti þeim. Ég hef fulla trú á að við getum spilað okkar leik á móti þeim."

Nánar er rætt við Glódísi í spilaranum að ofan. Hún átti frábært ár, var tilnefnd í Ballon d'Or í fyrra, vann þýsku deildina og var valin Íþróttamaður ársins. Aðspurð hvort hægt sé að toppa það ár núna sagði hún?

„Já það er alltaf hægt að gera það, ég vil alltaf bæta mig og ég vil ná lengra. Við erum með stór markmið í Bayern á þessu ári og ætlum áfram. Okkur langar í undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni og svo er EM í sumar og við viljum halda áfram að bæta okkur sem lið. Það er mikið sem gerist á þessu ári og margt sem bæði og ég bæði liðin getum bætt okkur í."
Athugasemdir
banner