Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fös 21. febrúar 2025 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Kvenaboltinn Icelandair
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera smá svalt en alltaf logn hérna og þægilegt. Þetta er búið að vera ljúft," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands í Zurich í gær en þar hefur íslenska liðið æft í vikunni fyrir leik gegn Sviss í Þjóðadeild kvenna í kvöld.

„Það eru allar heilar og klárar eins og staðan er fyrir þessa æfingu svo það lítur vel út eins og er," bætti hann við.

Þetta er fyrsti leikur liðsins í Þjóðadeildinni þetta árið og aðspurður hvernig hann ætli að fara inn í leikinn sagði Þorsteinn.

„Við komum til með að pressa þegar við höfum möguleika á því og þreifa fyrir okkur hvar opnanirnar eru hjá þeim sóknarlega. Varnarlega þurfum við bara að vera tilbúin í ýmsa hluti," sagði hann.

„Þær hafa verið að spila með þriggja hafsenta kerfi núna í haust og í Þjóðadeildinni spiluðu þær með fjögurra manna línu. Það er smá óvissa þar gagnvart þeim en við erum búin að undirbúa okkur undir bæði og fara yfir bæði kerfin hjá þeim. Heilt yfir er þetta keimlíkt hverju þær leita eftir. Þær reyna að spila í gegnum miðjuna og spila langt á bakvið línu."

Er íslenska liðið að fara að stjórna leiknum?
„Nei ekkert endilega, ég á von á jöfnum leik. Þær eru góðar á boltann, þær vilja halda í boltann vilja spila í gegnum miðsvæðið og vera með boltann. Það er ekkert endilega hlutir sem við spáum í, hvort við viljum stjórna, eða vera meira með boltann eða ekki. Þetta snýst um hvað við gerum við boltann þegar við erum með hann. Við erum búin að vera að fara í það."

Býstu við að breyta um leikkerfi ef þær verða með þriggja manna vörn?
„Nei, þá erum við aðeins að breyta til. Við erum undirbúin undir bæði og hvernig við komum til með að spila sóknarlega í grunninn. Varnarleikurinn verður svipaður þó þær séu með þriggja hafsenta kerfi þó það sé aðeins öðruvísi og smá tilfærslur. Við erum ekki að fara að breyta um taktík."
Athugasemdir
banner
banner
banner