Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fös 21. febrúar 2025 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Kvenaboltinn Icelandair
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera smá svalt en alltaf logn hérna og þægilegt. Þetta er búið að vera ljúft," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands í Zurich í gær en þar hefur íslenska liðið æft í vikunni fyrir leik gegn Sviss í Þjóðadeild kvenna í kvöld.

„Það eru allar heilar og klárar eins og staðan er fyrir þessa æfingu svo það lítur vel út eins og er," bætti hann við.

Þetta er fyrsti leikur liðsins í Þjóðadeildinni þetta árið og aðspurður hvernig hann ætli að fara inn í leikinn sagði Þorsteinn.

„Við komum til með að pressa þegar við höfum möguleika á því og þreifa fyrir okkur hvar opnanirnar eru hjá þeim sóknarlega. Varnarlega þurfum við bara að vera tilbúin í ýmsa hluti," sagði hann.

„Þær hafa verið að spila með þriggja hafsenta kerfi núna í haust og í Þjóðadeildinni spiluðu þær með fjögurra manna línu. Það er smá óvissa þar gagnvart þeim en við erum búin að undirbúa okkur undir bæði og fara yfir bæði kerfin hjá þeim. Heilt yfir er þetta keimlíkt hverju þær leita eftir. Þær reyna að spila í gegnum miðjuna og spila langt á bakvið línu."

Er íslenska liðið að fara að stjórna leiknum?
„Nei ekkert endilega, ég á von á jöfnum leik. Þær eru góðar á boltann, þær vilja halda í boltann vilja spila í gegnum miðsvæðið og vera með boltann. Það er ekkert endilega hlutir sem við spáum í, hvort við viljum stjórna, eða vera meira með boltann eða ekki. Þetta snýst um hvað við gerum við boltann þegar við erum með hann. Við erum búin að vera að fara í það."

Býstu við að breyta um leikkerfi ef þær verða með þriggja manna vörn?
„Nei, þá erum við aðeins að breyta til. Við erum undirbúin undir bæði og hvernig við komum til með að spila sóknarlega í grunninn. Varnarleikurinn verður svipaður þó þær séu með þriggja hafsenta kerfi þó það sé aðeins öðruvísi og smá tilfærslur. Við erum ekki að fara að breyta um taktík."
Athugasemdir