Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 21. mars 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simeone og kona hans safna pening fyrir heilbrigðisstarfsmenn
Diego Simeone.
Diego Simeone.
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, hefur farið af stað með herferð í von um að hjálpa heilbrigðisstarfsmönnum á Spáni.

Það er nóg að gera hjá heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu, og víðar, um þessar mundir vegna kórónuveirunnar. Ástandið er mjög alvarlegt á Spáni þar sem tæplega 25 þúsund smit hafa greinst.

Hann og eiginkona hans, í samstarfi við Rauða Krossinn á Spáni, eru núna með söfnun svo hægt sé að kaupa hlífðarbúnað fyrir starfsmenn í heilbrigðisgeiranum.

„Við erum að takast á við mikinn óvin og heilbrigðisstarfsmenn eru með okkur í liði," segir Simeone.

Myndband má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner