
Átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna hefjast í kvöld þegar tvær fyrstu viðureignirnar fara af stað.
Bayern Munchen fær Arsenal í heimsókn á Allianz Arena en Glódís Perla Viggósdóttir er lykilleikmaður í vörninni hjá þýska liðinu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur spilað undanfarna leiki en hún er að koma til baka eftir meiðsli.
Að þeim leik loknum er viðureign Roma og Barcelona á Ítalíu.
Barcelona vann keppnina árið 2021 og hefur tvisvar tapað í úrslitum.
Leikir dagsins
17:45 Bayern W - Arsenal W
20:00 Roma W - Barcelona W
Athugasemdir