Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   sun 21. apríl 2024 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Ari fagnar marki sínu í kvöld.
Ari fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að vinna stórleik umferðarinnar. Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir," sagði Ari Sigurpálsson sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Víkings gegn erkifjendunum í Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

„Það var troðfull stúka og fullt á pöllunum. Maður er í fótbolta út af þessum leikjum."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

„Þeir byrja aðeins betur en svo skorum við þessi tvö mörk. Við refsum. Við erum með það mikil gæði og það gott upplegg. Við erum aldrei að panikka. Þetta var kaflaskiptur leikur en það er skiljanlegt þar sem þetta eru tvö bestu liðin."

Ari skoraði tvö flott mörk í dag. „Ég veit hverjir styrkleikar mínir eru þegar ég er kominn á vinstri kantinn. Ég er með mikinn hraða á fyrstu metrunum og get komið mér í skotfæri tiltölulega fljótt. Svo er ég er með eitraða hægri löpp. Ég kann þetta."

Víkingur er með fullt hús stiga á toppnum.

„Sumarið 2022 byrjuðum við illa og erum við búnir að læra af því. Við náum í stigin og erum með sigurvegara í þessu liði."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner