Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 21. apríl 2024 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Ari fagnar marki sínu í kvöld.
Ari fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að vinna stórleik umferðarinnar. Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir," sagði Ari Sigurpálsson sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Víkings gegn erkifjendunum í Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

„Það var troðfull stúka og fullt á pöllunum. Maður er í fótbolta út af þessum leikjum."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

„Þeir byrja aðeins betur en svo skorum við þessi tvö mörk. Við refsum. Við erum með það mikil gæði og það gott upplegg. Við erum aldrei að panikka. Þetta var kaflaskiptur leikur en það er skiljanlegt þar sem þetta eru tvö bestu liðin."

Ari skoraði tvö flott mörk í dag. „Ég veit hverjir styrkleikar mínir eru þegar ég er kominn á vinstri kantinn. Ég er með mikinn hraða á fyrstu metrunum og get komið mér í skotfæri tiltölulega fljótt. Svo er ég er með eitraða hægri löpp. Ég kann þetta."

Víkingur er með fullt hús stiga á toppnum.

„Sumarið 2022 byrjuðum við illa og erum við búnir að læra af því. Við náum í stigin og erum með sigurvegara í þessu liði."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner