Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 21. maí 2019 20:49
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Óli: Búinn að þjálfa í milljón ár og hefði í raun átt að byrja á þessu fyrr
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög slakar í fyrrihálfleik, enginn ferskleiki og engin framtakssemi. Náðum ekki að nýta okkur liðsmuninn í fyrrihálfleik og í rauninni ekki fyrsta korterið í seinni hálfleik. Við vorum bara lélegar í fyrrihálfleik og það var það sem að drap okkur í þessum leik." sagði Jón Óli Daníelsson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 ÍBV

Næsti leikur ÍBV er úti í Eyjum á mánudaginn gegn Stjörnunni.

„Það leggjast öll verkefni vel í mann og nú þurfum við bara að ná okkur niður eftir þennan leik og byrja að undirbúa næsta leik."

Það hefur vakið athygli margra að Jón Óli hefur ekki stýrt liði sínu af bekknum og ekki verið á leikskýrslu. Hann kýs að vera í stúkunni og stýra liðinu þaðan. Hann ætlar að vera áfram í stúkunni í næsta leik.

„Já bara til að koma því á framfæri, ég er búinn að þjálfa í milljón ár og ég hefði í raun bara átt að byrja á þessu fyrr. Ekki það að ég hef verið að gera þetta tvö síðustu ár með karlaliðinu. Þegar ég var að þjálfa með Kristjáni þá hef ég verið í stúkunni."

„Mér finnst ég ekki sjá leikinn rétt svona af jörðu og þá er annað hvort að hætta að þjálfa eða að fara upp í stúku og sjá hann í réttu ljósi. En við erum í góðu sambandi ég og bekkurinn og þetta er í sjálfu sér engin breyting."

Athugasemdir
banner