Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   þri 21. maí 2019 20:49
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Óli: Búinn að þjálfa í milljón ár og hefði í raun átt að byrja á þessu fyrr
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög slakar í fyrrihálfleik, enginn ferskleiki og engin framtakssemi. Náðum ekki að nýta okkur liðsmuninn í fyrrihálfleik og í rauninni ekki fyrsta korterið í seinni hálfleik. Við vorum bara lélegar í fyrrihálfleik og það var það sem að drap okkur í þessum leik." sagði Jón Óli Daníelsson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 ÍBV

Næsti leikur ÍBV er úti í Eyjum á mánudaginn gegn Stjörnunni.

„Það leggjast öll verkefni vel í mann og nú þurfum við bara að ná okkur niður eftir þennan leik og byrja að undirbúa næsta leik."

Það hefur vakið athygli margra að Jón Óli hefur ekki stýrt liði sínu af bekknum og ekki verið á leikskýrslu. Hann kýs að vera í stúkunni og stýra liðinu þaðan. Hann ætlar að vera áfram í stúkunni í næsta leik.

„Já bara til að koma því á framfæri, ég er búinn að þjálfa í milljón ár og ég hefði í raun bara átt að byrja á þessu fyrr. Ekki það að ég hef verið að gera þetta tvö síðustu ár með karlaliðinu. Þegar ég var að þjálfa með Kristjáni þá hef ég verið í stúkunni."

„Mér finnst ég ekki sjá leikinn rétt svona af jörðu og þá er annað hvort að hætta að þjálfa eða að fara upp í stúku og sjá hann í réttu ljósi. En við erum í góðu sambandi ég og bekkurinn og þetta er í sjálfu sér engin breyting."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner