Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. maí 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku mun aldrei fyrirgefa Villas-Boas
Romelul Lukaku, Oriol Romeu og Andre Villas-Boas við undirskrift
Romelul Lukaku, Oriol Romeu og Andre Villas-Boas við undirskrift
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir að hann eigi aldrei eftir að fyrirgefa Andre Villas-Boas, fyrrum stjóra hans hjá Chelsea, fyrir það hvernig hann kom fram við hann.

Lukaku var keyptur til Chelsea frá Anderlecht í ágúst árið 2011 en Villas-Boas var ráðinn fyrr um sumarið.

Framherjinn knái spilaði lítið á sínu fyrsta tímabili og sendi Villas-Boas hann í varaliðið og ákvað að hafa hann ekki í Meistaradeildarhópnum. Portúgalski stjórinn var látinn fara í mars og tók við Roberto Di Matteo við liðinu og stýrði því til sigurs í Meistaradeildinni.

„Di Matteo sagði við mig að ég yrði með hópnum þangað til eftir úrslitaleikinn. Hann vildi að allir myndu koma með og líka þeir sem voru í banni ásamt nokkrum sem voru ekki í hópnum. Ég er afar þakklátur fyrir það," sagði Lukaku við Het Laatste Niuews.

„Þetta var eitt af því sem mig dreymdi um og maður vill fagna með liðinu á þessum tímum. Það var frábær tilfinning fyrir 19 ára strák. Ég er ánægður fyrir hönd félagsins en það var einn maður sem tók mikið frá mér og það var Villas-Boas. Ég mun aldrei fyrirgefa honum."

„Einu sinni þurfti ég að spila vinstra megin á vellinum og næst hægra megin. Maður þróar ekki leik sinn þannig. Á einhverjum tímapunkti þarf maður að hugsa um sjálfan sig svo ég sagði félaginu hvað mér fannst um þetta. Villas-Boas var undir mikilli pressu og ég veit það en hann þurfti ekki að koma svona fram við mig. Di Matteo kom allt öðruvísi að mér og ég var partur af öllu frá byrjun. Þetta hefði átt að gerast fyrr og þess vegna hef ég aldrei fyrirgefið Villas-Boas,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner