fim 21. maí 2020 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær leggur áherslu á hálfvitalausan hóp: Ekkert skemmt epli
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, leggur mikla áherslu á að fá góða persónuleika inn í sinn leikmannahóp.

Það hefur gengið vel í leikmannakaupum frá því að Solskjær tók við, en síðasta sumar keypti félagið þá Aaron Wan-Bissaka, Daniel James og Harry Maguire.

Að mati Solskjær er það ekki nóg að fótboltamaðurinn sé góður, hann þarf einnig að hafa sterkan persónuleika.

Í viðtali sem birtist hjá stuðningsmannatímaritinu United We Stand segir Solskjær: „Ég er frekar til í að hafa holu í hópnum en hálfvita í honum. Persónuleiki er svo mikilvægur. Þú vilt að leikmenn séu með eitthvað egó, en þeir verða að geta að aðlagast."

Solskjær segir að það sé mjög jákvæður blær yfir leikmannahópnum í augnablikinu, en United var í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir langt hlé sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. „Í hópnum núna er ekki eitt skemmt epli," segir Norðmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner