Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. maí 2021 08:35
Elvar Geir Magnússon
Man City tilbúið að yfirbjóða til að fá Kane
Powerade
Harry Kane í landsleik með Englandi gegn Íslandi.
Harry Kane í landsleik með Englandi gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Buendia til Arsenal?
Buendia til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Tekur Chris Wilder við WBA?
Tekur Chris Wilder við WBA?
Mynd: Getty Images
Willock hefur verið frábær með Newcastle.
Willock hefur verið frábær með Newcastle.
Mynd: Getty Images
Tom Heaton.
Tom Heaton.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Kane, Buendia, Sule, Aguero, Pjanic, Giroud, Guedes og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. Það er föstudagur, til hamingju með það!

Manchester City er tilbúið að yfirbjóða bæði Manchester United og Chelsea til að fá Harry Kane (27) frá Tottenham. Kane segir að Tottenham geti ekki stöðvað sig í að fara. (Star)

Leikmenn Tottenham eru sagðir óánægðir með þá ákvörðun Kane að fara fram með það opinberlega að hann þrái að yfirgefa félagið. (Mirror)

Gareth Bale (31) gæti framlengt lánssamningi sínum við Tottenham frá Real Madrid um eitt ár í viðbót ef Kane yfirgefur Tottenham. (AS)

Arsenal leggur meiri áherslu á að fá argentínska miðjumanninn Emiliano Buenda (24) frá Norwich. Arsenal reynir að fylla skarðið sem Martin Ödegaard (22) skilur eftir sig þegar hann snýr aftur til Real Madrid eftir lánsdvöl. (Mail)

Manchester City ætlar að bjóða Raheem Sterling (26) nýjan langtímasamning. (Telegraph)

Tottenham ætlar að reyna að fá Brendan Rodgers sem nýjan stjóra ef Leicester nær ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti. (Sun)

Tottenham mun selja danska miðjumanninn Pierre-Emile Höjbjerg (25) ef 30 milljóna punda tilboð berst, tvöfalt hærri upphæð en félagið borgaði fyrir leikmanninn þegar hann var keyptur frá Southampton síðasta sumar. (Football Insider)

West Ham og Fulham leiða kapphlaupið um enska sóknarmanninn Adam Armstrong (24) sem metinn er á 25 milljónir punda. Brighton og Everton veita samkeppni. (Sun)

West Brom ætlar að hefja viðræður við Chris Wilder, fyrrum stjóra Sheffield United, um að taka við af Stóra Sam Allardyce sem hefur tilkynnt að hann verði ekki áfram. (Telegraph)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur mikinn áhuga á að fá þýska varnarmanninn Niklas Sule (25) frá Bayern München. (Abendzeitung)

Manchester United hefur látið Nordsjælland vita að félagið er tilbúið að yfirbjóða Ajax í baráttunni um að fá Ganverjann Kamaldeen Sulemana (19) frá danska liðinu. Um er að ræða spennandi sóknarmann. (Football Insider)

Adama Traore (25), spænskur vængmaður Wolves, er í viðræðum um nýjan samning. Hann hefur verið orðaður við Liverpool og Barcelona. (Goal)

Frjáls sala Sergio Aguero frá Manchester City til Barcelona er 80% klár. Aguero fer í læknisskoðun fljótlega eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 29. maí. (Mundo Deportivo)

Hollenski sóknarleikmaðurinn Memphis Depay (27) segir það ekkert öruggt að hann fari til Barcelona þegar hann yfirgefur Lyon í sumar. (L'Equipe)

Markvörðurinn Gianluigi Buffon (43) segir mögulegt að hann leggi hanskana á hilluna þegar hann yfirgefur Juventus í sumar. Hann sé þó opinn fyrir einni áskorun í viðbót. (Rai Sport)

Leicester er nálægt því að ganga frá fjögurra ára samningi við franska miðjumanninn Boubakary Soumare (22) frá Lille. (Julien Laurens)

Newcastle United er að undirbúa tilboð í Joe Willock (21) sem hefur leikið frábærlega á lánssamningi frá Arsenal. Það myndi hjálpa til við að sannfæra Allan Saint-Maximin um að vera áfram. (Telegraph)

Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Gambíumanninum Ebrima Darboe (19) sem hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Roma á Ítalíu. (Corriere dello Sport)

QPR vonast til að ganga frá samkomulagi um að halda enska sóknarmanninum Charlie Austin (31) sem er á láni frá West Brom. (West London Sport)

Leeds United ætlar að virkja ákvæði um að kaupa enska vængmanninn Jack Harrison (24) frá Manchester City en hann hefur verið hjá félaginu á lánssamningi. (Football Insider)

Tenging Wolves við umboðsmanninn Jorge Mendes munu hjálpa þegar félagið reynir að fá portúgalska framherjann Goncalo Guedes (24) frá Valencia. Spænska félagið er reiðubúið að hlusta á tilboð en Sevilla hefur einnig sýnt áhuga. (Plaza Deportiva)

Manchester United ætlar að fá markvörðinn Tom Heaton (35) á frjálsri sölu frá Aston Villa. Enski markvörðurinn Sam Johnstone (28) mun fara frá West Brom til West Ham. (TalkSport)

Chelsea og Paris St-Germain eru að íhuga að gera tilboð í Miralem Pjanic (31) frá Barcelona. (Le10Sport)

AC Milan gæti samið við franska framherjann Olivier Giroud (34) en samningur hans við Chelsea rennur út í sumar. Roma, Lazio og Inter hafa einnig sýnt áhuga. (Gazzetta dello Sport)

Watford ætlar að fá sóknarmanninn Ashley Fletcher (25) á frjálsri sölu frá Middlesbrough. Hann hefur samþykkt fimm ára samning. (Football Insider)

Frank Lampard ætlar ekki að taka við Crystal Palace af Roy Hodgson. (Football Insider)

Írski sóknarmaðurinn Ronan Curtis (25) hjá Portsmouth vill fara í Championship-deildina. (Portsmouth News)
Athugasemdir
banner
banner
banner