Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júní 2019 22:10
Oddur Stefánsson
Inkasso-kvenna: Afturelding vann toppliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir voru í Inkasso deild kvenna í kvöld og voru alls skoruð átta mörk í leikjum kvöldsins.

Augnablik 0 - 1 Tindastóll
0-1 Murielle Tiernan ('31 )

Tindastóll sigraði þegar Augnablik fékk Tindastólsstúlkur í heimsókn fyrr í kvöld. Murielle Tiernan skoraði sigurmark leiksins og er það hennar sjötta mark í deildinni eftir fjóra leiki.

Fjölnir 0 - 0 Grindavík

Ekkert mark var skorað þegar Fjölnisstelpur fengu Grindavíkurstelpur í heimsókn.

Afturelding 1 - 0 Þróttur
1-0 Margrét Regína Grétarsdóttir (’29)

Afturelding sigraði óvænt topplið Þróttar í Inkasso deild kvenna í kvöld þegar Þróttarstelpur fóru í heimsókn í Mosfellsbæinn. Margrét Regína skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Gabríela Jónsdóttir fékk sitt annað gula spjald eftir 38 mínútna leik og kláruðu Mosfellsstúlkur leikinn eftir það.

FH 6 - 0 ÍR
1-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir (’23)
2-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir (’40)
3-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (’50)
4-0 Birta Georgsdóttir (’59)
5-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (’62)
6-0 Anna Bára Másdóttir (sjálfsmark) (’65)

Það var markaveisla þegar FH stelpur fengu botnlið ÍR í heimsókn í Hafnafjörðinn í kvöld. Helena Ósk opnaði fyrir markaskorunina eftir 23 mínútur.

Úlfa Dís, Birma Georgsdóttir, Aldís Kara fylgdu allar eftir og komu FH-ingum 5 - 0 yfir og síðan setti Anna Bára boltann í eigið net í seinni hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner