Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. júní 2021 15:30
Fótbolti.net
Bestur í 7. umferð - Sveitastræker með sjálfstraustið í botni
Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
Lengjudeildin
Sigurður Bjartur er 21 árs gamall.
Sigurður Bjartur er 21 árs gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík vann sinn fjórða leik í röð í Lengjudeildinni þegar liðið lagði Gróttu 3-1 á föstudagskvöld. Grindvíkingar eru sem stendur í öðru sæti, nú þegar sjö umferðum er lokið.

Sóknarmaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvö mörk gegn Gróttu og er alls kominn með sex mörk í deildinni. Aðeins Pétur Theódór Árnason hefur skorað fleiri mörk.

Sverrir Örn Einarsson, fréttaritari Fótbolta.net, valdi Sigurð Bjart sem mann leiksins og hann er nú valinn leikmaður umferðarinnar í deildinni.

Sjá einnig:
Úrvalslið 6. umferðar í Lengjudeildinni

„Framherji á tánum sem skorar fyrsta mark leiksins eftir sláarskot Arons Jó. Bætti við öðru úr víti seint í leiknum en það sést á leik hans að hann er með sjálfstraustið í lagi og óhræddur og óþreytandi við það að keyra á varnir andstæðingana. Flottur leikur hjá Sigurði í kvöld," skrifaði Sverrir.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 fyrr í sumar var talað um að besta lýsingin á Sigurði Bjarti sem leikmaður væri „sveitastræker" en hann er gríðarlega duglegur leikmaður sem er uppalinn hjá Grindavík.

„Siggi er gríðarlega öflugur leikmaður og það sem Siggi hefur líka er þetta hugarfar sem hann er með. Hann er með hugarfar sigurvegarans, hann mætir og vinnur sína vinnu alltaf og er bara að uppskera," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, um Sigurð Bjart fyrr á tímabilinu.

Spurning er hvort Sigurður Bjartur nái að hjálpa Grindavík að ná því markmiði að komast upp í efstu deild á þessu tímabili? Næsti leikur liðsins er gegn Kórdrengjum í Breiðholtinu, gegn liðinu sem er sæti neðar og stigi frá þeim. Feikilega mikilvægur leikur í Lengjudeildinni.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner