Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. júní 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til að koma Casper á lappir - „Kannski ekki alveg lent á réttum liðum"
Casper Sloth
Casper Sloth
Mynd: Stjarnan
Oliver Haurits
Oliver Haurits
Mynd: Stjarnan
Stjarnan vann í gær 2-1 sigur á HK í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Hilmar Árni Halldórsson og Emil Atlason skoruðu mörk Stjörnunnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 HK

Stjarnan er búið að fá til sín tvo danska leikmenn sem fá leikheimild með liðinu þegar félagsskiptaglugginn opnar þann 1. júlí. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í dönsku leikmennina.

„Þeir eru komnir til landsins, annar þeirra, Oliver, er 21 árs sprækur framherji og við bindum vonir um að hann geti bætt okkur og bætt sjálfan sig, ekki bara núna í ár heldur næstu árin," sagði Toddi.

„Hinn heitir Casper og er miðjumaður. Við erum að koma honum í stand. Hann hefur verið víða, spilað með mörgum góðum. Undanfarið hefur hann ekki verið að spila mikið, hann er heill heilsu og verið það í langan tíma en hefur kannski ekki alveg lent á réttum liðum. Við vonumst til að geta komið honum á lappir og hann hjálpað okkur," sagði Toddi. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Casper Sloth á að baki nokkra A-landsleiki með Danmörku og lék síðast með Helsingör. Hann er 29 ára gamall. Oliver Haurits kemur til Stjörnunnar eftir að hafa skorað sjö mörk í 27 leikjum með Skive.

Casper er uppalinn hjá AGF en fór svo til Leeds á Englandi. Sloth hefur einnig spilað með AaB, Silkeborg, Motherwell, Notts County og síðast Helsingør.

Brynjar Gauti um nýju leikmennina:
„Vonandi öflugir leikmenn sem koma til með að styrkja liðið mikið"
Þorvaldur: Alltaf léttir að sigra
Athugasemdir
banner
banner