Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. júní 2022 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðræður Newcastle og Burnley vel á veg komnar
Mynd: EPA
Newcastle er í viðræðum við Burnley um kaup á markmanninum Nick Pope.

Sky Sports greinir frá en í síðustu viku var greint frá því að Newcastle hefði áhuga á Pope. Nú eru viðræður vel á veg komnar.

Pope var valinn í enska landsliðið fyrr í þessum mánuði og ætlar sér að fara með á HM í Katar. Burnley féll úr úrvalsdeildinni og sér Pope meiri möguleika á landsliðssæti með því að spila í úrvalsdeildinni.

Newcastle er þá einnig sagt í viðræðum við Sven Botman og Hugo Ekitike. Þær viðræður hafa staðið lengi og er félagið sagt opið fyrir því að horfa annað ef þeim miðar ekkert áfram.
Athugasemdir
banner