Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
   fös 21. júní 2024 20:42
Sverrir Örn Einarsson
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Kvenaboltinn
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls var að vonum kát er hún mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Tindastóll sem þar heimsótti lið Keflavíkur gerði góða ferð í Reykjanesbæ og tók öll þrjú stigin sem í boði voru með heim í Skagafjörð. Tilfinningin væntanlega góð fyrir Bryndísi og liðið allt?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Hún er ótrúlega góð bara geggjuð. Ég er ótrúlega stolt af liðinu við erum að fara upp á við og ég get eiginlega ekki beðið um meira. “

Sigur Tindastóls í dag var sanngjarn svo að segja en hvað skyldi hafa skapað hann að mati Bryndísar?

„Liðsheild, stemming og að við erum búin að vera vinna í ákveðnum hlutum og erum að sjá þá smella saman. Við erum búin að ná að byggja ofaná þessa hluti og liðsheildin komin meira inn í þetta líka.“

Það má segja að síðastliðnir dagar hafi verið liði Tindastóls góðir. Liðið fékk heimavöll sinn á ný síðastliðna helgi þar sem liðið gerði jafntefli gegn Víkingum og sótti svo sigur í dag gegn Keflavík. En hvað næst hjá liðinu sem mætir FH á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudag?

„Það er bara að halda áfram og byggja ofan á. Að fá heimavöllinn okkar aftur er rosalega gott fyrir hjartað okkar. Við erum ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta yfir því en bara það að fá heimavöllinn aftur er rosalega gott fyrir okkur.“

Sagði Bryndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner