Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 21. júní 2024 20:42
Sverrir Örn Einarsson
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Kvenaboltinn
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls var að vonum kát er hún mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Tindastóll sem þar heimsótti lið Keflavíkur gerði góða ferð í Reykjanesbæ og tók öll þrjú stigin sem í boði voru með heim í Skagafjörð. Tilfinningin væntanlega góð fyrir Bryndísi og liðið allt?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Hún er ótrúlega góð bara geggjuð. Ég er ótrúlega stolt af liðinu við erum að fara upp á við og ég get eiginlega ekki beðið um meira. “

Sigur Tindastóls í dag var sanngjarn svo að segja en hvað skyldi hafa skapað hann að mati Bryndísar?

„Liðsheild, stemming og að við erum búin að vera vinna í ákveðnum hlutum og erum að sjá þá smella saman. Við erum búin að ná að byggja ofaná þessa hluti og liðsheildin komin meira inn í þetta líka.“

Það má segja að síðastliðnir dagar hafi verið liði Tindastóls góðir. Liðið fékk heimavöll sinn á ný síðastliðna helgi þar sem liðið gerði jafntefli gegn Víkingum og sótti svo sigur í dag gegn Keflavík. En hvað næst hjá liðinu sem mætir FH á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudag?

„Það er bara að halda áfram og byggja ofan á. Að fá heimavöllinn okkar aftur er rosalega gott fyrir hjartað okkar. Við erum ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta yfir því en bara það að fá heimavöllinn aftur er rosalega gott fyrir okkur.“

Sagði Bryndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir