Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 21. júní 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho vill endurnýja kynnin við Lindelöf
Fenerbahce í Tyrklandi hefur áhuga á Victor Lindelöf, varnarmanni Manchester United.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessum tíðindum.

Tyrkneska félagið á enn eftir að gera formlegt tilboð í hinn 29 ára gamla Lindelöf en stjóri félagsins þekkir sænska varnarmanninn afskaplega vel.

Jose Mourinho er stjóri Fenerbahce en hann fékk Lindelöf til Man Utd á sínum tíma og þekkir hann vel.

Lindelöf á eitt ár eftir af samningi sínum við United en það er talið að United sé tilbúið að hleypa honum í burtu fyrir rétt verð í sumar.
Athugasemdir
banner