Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 21. júlí 2021 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Daniel Farke kominn með nýjan samning (Staðfest)
Þýski þjálfarinn Daniel Farke er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Norwich City eftir að hafa komið félaginu aftur upp í úrvalsdeildina í vor.

Farke hefur verið við stjórnvölinn hjá Norwich síðan 2017 og hefur hann unnið Championship deildina tvisvar með félaginu.

Norwich vann deildina 2019 en féll beint aftur niður úr úrvalsdeildinni ári síðar. Liðið endurtók leikinn á nýliðnu tímabili og verður áhugavert að sjá hvernig lærisveinum Farke farnast í sinni annarri tilraun.

Farke er 44 ára gamall og stýrði varaliði Borussia Dortmund áður en hann var ráðinn til Norwich.
Athugasemdir