Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 21. júlí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool fylgist með Jarrod Bowen
Jarrod Bowen gæti óvænt verið á leið til Liverpool en Bítaborgarfélagið er sagt íhuga að kaupa leikmanninn frá West Ham. Þetta kemur fram í grein The Athletic.

Bowen er 24 ára og gekk í raðir West Ham frá Hull í janúar 2019 á 18 milljónir punda en það kaupverð gæti hækkað upp í 25 milljónir punda.

West Ham endaði í sjötta sæt deildarinnar í vetur og vakti frammistaða hans athygli Jurgen Klopp. Klopp á að sjá Bowen sem varamann fyrir Mo Salah og Sadio Mane.

Bowen skoraði eitt mark í fyrstu þrettán deildarleikjum sínum fyrir Hamrana en á síðustu leiktíð skoraði hann átta mörk og tók þátt í öllum 38 leikjum liðsins. Hann spilaði þá flesta á hægri vængnum.
Athugasemdir