Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 21. júlí 2022 23:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ingvar Jóns: Náði að redda honum, til þess er ég hérna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson markvörður Víkings var til viðtals eftir sigur liðsins á TNS í Sambandsdeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 The New Saints

„Það er alltaf gott að halda hreinu en mér fannst við geta sett 1-2 mörk í viðbót á þá, mér fannst við eiga það inni en 2-0 er bara solid," sagði Ingvar í samtali við Fótbolta.net

„Við vorum betri, það er skrítið að fara í svona leik, ég áttaði mig ekki alveg á styrkleikanum. Ég man þegar við mættum velsku liði árið 2014 með Stjörnunni og við unnum það einvigi 8-0. En af klippunum að dæma litu þeir vel út og sýndu að það væru hörku fótboltamenn þarna. Við vorum svolitlir klaufar stundum."

Ingvar brást hratt við þegar Kyle var í einhverju brasi snemma leiks.

„Það var einhver fiðringur í mönnum og sérstaklega í byrjun. Kyle nátturulega búinn að vera frá í smá tíma og kannski extra stress hjá honum í byrjun en ég náði að redda honum, til þess er ég hérna."


Athugasemdir
banner