Hinum 14 ára gamla JJ Gabriel hefur verið tjáð það að hann muni æfa með aðalliði Manchester United á ákveðnum tímapunktum á þessu tímabili.
Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá þessum tíðindum.
Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá þessum tíðindum.
Þessi bráðefnilegi leikmaður er í miklum metum hjá félaginu en hann samdi við United fyrr í sumar. Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd, tók virkan þátt í þeim viðræðum.
Gabriel spilaði sinn fyrsta leik í U18 ensku úrvalsdeildinni með U18 liði Man Utd síðasta laugardag er hann byrjaði í 1-0 sigri á Everton.
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, hefur rætt við táninginn og mun hann æfa með aðalliðinu á þessu tímabili.
Það er ekki sjaldgæft að leikmenn í unglingaliðunum æfi með aðalliðinu hjá Man Utd en það gerist ekki oft að fjórtán ára gamall strákur sé boðaður á æfingar.
14-year-old talent JJ Gabriel has been told he will train with Ruben Amorim's first-team squad at times this season, per @sistoney67 ???? pic.twitter.com/ASUvpOIRIM
— Football on TNT Sports (@footballontnt) August 21, 2025
Athugasemdir