Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 21. september 2019 19:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Pétur Theódór: Geggjaðasta tímabil sem ég hef tekið þátt í
15 marka maður í sumar
15 marka maður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Pétur Theódór Árnason var í sjöunda himni eftir að hafa tryggt sæti í Pepsi-Max deildinni á næsta tímabili eftir sigur Gróttu á Haukum í dag 4-0 í lokaumferð Inkasso deildar karla. Pétur deilir gullskónum í Inkasso með Helga Guðjónssyni leikmanni Fram en báðir skoruðu þeir 15 mörk og spiluðu báðir alla 22 leiki tímabilsins.

"Ólýsanlegt, þetta er bara geggjaðasta tímabil sem ég hef tekið þátt í, markmiðið var ekki að fara upp um deild en ég meina við tókum bara einn leik í einu og vildum bara sjá hvert það myndi koma okkur, við vorum svo komnir í þessa stöðu fyrir þennan síðasta leik og svo reyndum við bara að stefna á að klára þetta" Sagði Pétur beint eftir sigurleikinn

Pétur var spurður út í markaskorun hans í sumar og hvort hann hefði verið með markmið í markaskorun og hafði Pétur þetta að segja " Í rauninni ekki nei, bara nýta mín færi þegar ég fæ þau, erum búnir að fá fullt af færum og ég verð bara að vera ready"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Pétur var stórorður þegar spurt var út í hvort hann ætlaði ekki örugglega að taka slaginn með Gróttu í Pepsi-Max næsta tímabil. "Jú algjörlega, við erum bara rétt að byrja"

Pétur verið stórkostlegur í sumar og verið potturinn og pannan í sóknarleik Gróttu þetta tímabilið með 15 mörk í 22 leikjum. Spennandi að sjá hvernig hann stendur sig í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner