Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vardy: Kante ætlaði að skokka á allar æfingar
Kante hefur verið hjá Chelsea í þrjú ár. Vardy er á sínu áttunda ári hjá Leicester.
Kante hefur verið hjá Chelsea í þrjú ár. Vardy er á sínu áttunda ári hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy og Kasper Schmeichel, sem leika saman hjá Leicester, voru beðnir um að lýsa bestu leikmönnum sem þeir hafa mætt eða spilað með.

Fyrsta nafnið sem kom var N'Golo Kante, fyrrum liðsfélagi þeirra þegar Leicester vann ensku úrvalsdeildina óvænt tímabilið 2015/16. Kante skipti yfir til Chelsea um sumarið og vann úrvalsdeildina aftur.

„Ég man þegar hann kom fyrst til félagsins þá vildi hann ekki að fá sér bíl. Hann ætlaði bara að skokka á æfingu á hverjum morgni," sagði Vardy

„Það lýsir honum mjög vel, hann er ótrúlega fínn náungi og rosalegur á vellinum. Það skipti ekki máli hvar ég var á vellinum þá var hann alltaf hlaupandi að reyna að vinna boltann til baka. Hann byrjaði hverja sóknina fætur annarri með þessari varnarvinnu."

Schmeichel tók svo undir. „Hann er ótrúlega gáfaður leikmaður. Hann las leikinn ótrúlega vel, fór fyrir ólíklegustu sendingar og tímasetningarnar voru fullkomnar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner