Heimild: bold.dk
AGF lagði Silkeborg að velli í dönsku Superliga í gær, 0-2 urðu lokatölur. Nicklas Helenius, framherji Silkeborg, sendi Jóni Degi Þórsteinssyni, leikmanni AGF, smá kveðju í viðtali eftir leikinn.
Jón Dagur fékk að líta gula spjaldið í seinni hálfleik fyrir að láta sig detta inn á vítateig Silkeborgar. Skömmu síðar var annað augnablik þar sem engin snerting var sjáanleg þegar Jón Dagur féll til jarðar en Íslendingurinn slapp við spjald í það skiptið.
Jón Dagur fékk að líta gula spjaldið í seinni hálfleik fyrir að láta sig detta inn á vítateig Silkeborgar. Skömmu síðar var annað augnablik þar sem engin snerting var sjáanleg þegar Jón Dagur féll til jarðar en Íslendingurinn slapp við spjald í það skiptið.
Helenius sagði að AGF hefði fengið margar aukaspyrnur í leiknum. „Það er einn leikmaður hjá AGF sem dýfir sér oft," sagði Helenius og brosti.
Helenius vildi ekki staðfesta í viðtalinu að hann væri að tala um Jón Dag. „Ég held að þið getið fundið það út sjálfir," sagði Helenius.
Mikael Neville Anderson skoraði seinna mark AGF í leiknum og innsiglaði sigur liðsins.
Go'morn Aarhus 🌤️ Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? 😉 #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl
— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021
Stöðutaflan
Danmörk
Danmörk - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |
Athugasemdir