Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. september 2022 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andra bauðst starf hjá Bodö/Glimt sem hann varð að afþakka
Andri er aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni.
Andri er aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Freyr Hafsteinsson hefur undanfarin ár verið styrktarþjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

Honum bauðst í vor starf hjá norska félaginu Bodö/Glimt.

„Þeir ræddu við mig um starf hjá félaginu. Starfið fólst í því að vera styrktarþjálfari í akademíu félagsins (U15, U17 og U19)," sagði Andri.

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara ekki lengra með þetta var tvíþætt. Bæði er ég á mjög skemmtilegum stað í Stjörnunni og svo hentaði það ekki fjölskyldunni. Þetta var korter í mót og tilhugsunin að segja bara takk og bless við liðið var ekkert sérstök."

Hvernig komst nafn Andra á blað hjá Bodö/Glimt?

„Ég held að það hafi einhver hjá Bodö/Glimt talað við einhvern Íslending og þá var bent á mig. Þeir voru staddir á Íslandi í öðrum erindagerðum, voru að skoða íslenska leikmenn."

„Við hittumst og ræddum saman. Öll þeirra hugmyndafræði er upp á tíu og þeir náðu að sannfæra mig að það væri gaman að vinna í þeirra umhverfi en það voru önnur atriði sem fengu að ráða."

„Ég gæti alveg séð mig fara út í framtíðinni, en það verður bæði að vera rétta starfið og tímapunkturinn þarf að vera réttur. Ég er opinn fyrir því en er ekkert endilega að leita markvisst að því, ef það gerist þá bara gerist það,"
sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner