Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 21. september 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Átta fyrirliðar Evrópulanda verða með 'OneLove' bönd á HM
Mynd: Getty Images
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, verður meðal tíu landsliðsfyrirliða sem bera munu 'OneLove' fyrirliðabönd á HM í Katar sem hefst í nóvember.

Holland hóf 'OneLove' herferðina í aðdraganda EM alls staðar en í henni er lögð áhersla á mannréttindi, jafnrétti og þátttöku ólíkra hópa. Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Noregur, Svíþjóð, Sviss og Wales taka einnig þátt í herferðinni.

Fyrirliðar þessara þjóða (fyrir utan Noregs og Svíþjóðar sem ekki komust á mótið) verða með 'OneLove' fyrirliðabandið í Katar.

Í landinu er samband einstaklinga af sama kyni bannað og einnig er fræðsla um samkynhneigð skilgreind sem glæpur.

Kane segir að það sé heiður að taka þátt í 'OneLove' samstarfinu en hann mun vera með bandið í Þjóðadeildarleiknum gegn Ítalíu á föstudaginn.

„Sem fyrirliðar þá munum við allir keppa gegn hvor öðrum á vellinum en stöndum saman gegn allri mismunun. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar mismunun er tekin sem sjálfsögðum hlut í samfélögum," segir Kane.

„Að vera með fyrirliðabandið sendir skýr skilaboð þegar heimurinn er allur að horfa."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner