Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. september 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodri: Tottenham á möguleika á titlinum
Mynd: Getty Images

Tottenham og Manchester City eru einu liðin sem eru taplaus í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Þrátt fyrir það eru liðin í 2. og 3. sæti, fyrir aftan Arsenal sem hefur unnið sex og tapað einum en Tottenham og City unnið fimm og gert tvö jafntefli.


Rodri, miðjumaður Manchester City ræddi við Gazzetta Dello Sport en þar sagði hann að Tottenham ætti góða möguleika á titlinum.

Antonio Conte stjóri Lundúnarliðsins er ekki sammála því en hann sagði á dögunum að liðið þyrfti nokkra félagsskiptaglugga til að keppast um titilinn.

„Þeir eru komnir með frábæran hóp. Stjóra sem er með ljósar skoðanir, hann veit nákvæmlega hvernig á að koma þeim áfram. Spurs á möguleika á Englandsmeistaratitlinum. Ferillinn hans Conte talar fyrir sig," sagði Rodri.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner