Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. september 2022 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn fá að minnsta kosti eins árs bann
Stuðningsmenn Liverpool með blys
Stuðningsmenn Liverpool með blys
Mynd: EPA

Fulltrúar allra liðana í ensku úrvalsdeildinni funduðu í dag og allskonar málefni voru rædd.


Þar fór fram umræða um hegðun stuðningsmanna á leikjum deildarinnar. Stuðningsmenn voru í auknum mæli að brjótast inná vellina í miðjum leik á síðustu leiktíð.

Það var samþykkt fyrr á þessu ári að fara refsa stuðningsmönnunum fyrir það.

Á fundinum í dag var samþykkt að stuðningsmenn sem eru sekir um að hlaupa út á völl eða mæta með ryksprengjur og/eða blys fái að minnsta kosti eins árs bann frá leikvöngum á Englandi.

„Þetta bann gæti einnig haft áhrif á foreldra og forráðamenn barna sem taka þátt í þessu," segir í yfirlýsingu vegna málsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner