Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael fjórtándi Íslendingurinn í Meistaradeildinni
Mikael í leik með íslenska landsliðinu.
Mikael í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður á 87. mínútu þegar Midtjylland tapaði 4-0 fyrir Atalanta í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Með því að koma inn á í leiknum varð Mikael fjórtándi íslenski karlmaðurinn sem tekur þátt í Meistaradeild Evrópu, það er að segja aðalkeppninni - ekki forkeppninni.

Mikael er 22 ára gamall kantmaður sem á að baki sjö A-landsleiki með Íslandi.

Hann hefur lengi búið í Danmörku og gat valið að spila fyrir danska landsliðið, en valdi það íslenska frekar.

Auk þess að vera með Atalanta í riðli þá er Midtjylland einnig með Liverpool og Ajax í riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner