Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. október 2021 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: https://www.feykir.is/is/frettir/atta-stolastulkur-komnar-med-samning-fyrir-naesta-sumar 
Lykilmenn framlengja við Tindastól (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Tindastóls vinnur hörðum höndum að því að semja við leikmenn fyrir næsta keppnistímabil eftir fall úr Pepsi Max-deild kvenna í haust.

Tindastóll endaði tímabilið með 14 stig úr 18 umferðum og mun leika í 1. deild kvenna á næsta ári undir stjórn Donna Sigurðssonar.

Átta stúlkur hafa samið við Tindastól eftir fallið og eru Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði, og Hugrún Pálsdóttir þar á meðal auk hinna bandarísku Murielle Tiernan og Amber Michel sem gegna algjöru lykilhlutverki.

Amber stóð sig gífurlega vel á milli stanga Tindastóls í sumar en Murielle átti erfitt uppdráttar eftir stórkostleg tímabil í næstefstu deild þar sem hún skoraði 49 mörk í 34 leikjum. Í efstu deild gerði hún aðeins 2 mörk í 17 leikjum.

Þar að auki er varnarjaxlinn Kristrún María Magnúsdóttir búin að framlengja ásamt Maríu Dögg Jóhannesdóttur, Bergljótu Ástu Pétursdóttur og Eyvöru Pálsdóttur sem er yngri systir fyrrnefndar Hugrúnar.

Sunna Björk Atladóttir, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, segist reikna með að fleiri leikmenn skrifi undir samninga við Stólana á næstu dögum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner