Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. nóvember 2019 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd skoraði 11 mörk gegn Leicester
Manchester United skoraði 11 í kvöld.
Manchester United skoraði 11 í kvöld.
Mynd: Getty Images
Ella Toone í leiknum. Hún gerði fimm mörk.
Ella Toone í leiknum. Hún gerði fimm mörk.
Mynd: Getty Images
Manchester United gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk gegn Leicester í deildabikar kvenna á Englandi í kvöld.

United fékk Leicester í heimsókn og gaf strax tóninn fyrir það sem koma skyldi með marki á annarri mínútu leiksins. United var 6-1 yfir í hálfleik og urðu lokatölur 11-1.

Ella Toone, sem er tvítug, skoraði fimm mörk fyrir Manchester United.

United er í efstu deild, Leicester í Championship-deildinni sem er næst efsta deild.

Í deildabikar kvenna er leikið í fjórum riðlum og komast tvö efstu liðin í hverjum riðli áfram í 8-liða úrslit. United er á toppnum í sínum riðli með níu stig úr þremur leikjum, Leicester er á botninum án stiga og með markatöluna 2:21.

Í þessum riðli, C-riðlinum, mættust einnig Manchester City og Everton í kvöld. Þar hafði Man City betur, 4-1. Man City er í öðru sæti riðilsins með níu stig eftir fjóra leiki.

Liverpool burstaði Blackburn 6-0 og er með sex stig eftir fjóra leiki í A-riðli. Liverpool er í fjórða sæti, en á toppi riðilsins er Sheffield United með níu stig. Sheffield United vann Durham 4-0 í kvöld.

Þá vann Arsenal 7-0 sigur á Bristol City, og Reading vann 6-0 gegn Crystal Palace. Arsenal er á toppnum í B-riðli og Reading er í öðru sæti D-riðils á eftir Chelsea. Rakel Hönnudóttir var ekki með Reading í kvöld.

Úrslit kvöldsins:
Durham 0 - 4 Sheffield United
Everton 1 - 4 Manchester City
Arsenal 7 - 0 Bristol City
Manchester United 11 - 1 Leicester
Reading 6 - 0 Crystal Palace
Blackburn 0 - 6 Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner