Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 21. nóvember 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Slagsmálin ástæðan fyrir því að við æfum fyrir luktum dyrum
Mynd: Getty Images
David Luiz og Dani Ceballos lenti saman á æfingu hjá Arsenal í síðustu viku með þeim afleiðingum að Mikel Arteta sendi þá báða heim. Leikmenn sem voru ekki í landsliðsverkefnum tóku æfingaleik á æfingasvæðinu og þar sauð upp úr.

Luiz kýldi Ceballos í nefið og Spánverjinn lá blóðugur eftir. Ceballos stóð reiður upp og ætlaði að svara fyrir sig en þá komu liðsfélagar og starfsmenn Arsenal og róuðu menn niður.

Mikel Arteta var spurður út í atvikið á fréttamannafundi í gær. Enski miðlar segja svör Arteta við spurningum þeirra koma beint úr bók Arsene Wenger.

„Það gerðist ekkert. Það var mikil samkeppni á æfingunni og oft koma upp stöður sem þarf að leysa. Þær stöður eru leystar um leið innan liðsins og ekki mikið um það að segja," sagði Arteta.

„Það eru engin vandamál milli þeirra tveggja," bætti Arteta við. Hann var beðinn um ítarlegri svör. „Ég sá þetta ekki vel úr fjarska. Þetta er ástæðan fyrir því að við æfum bakvið luktar dyr."

Búast má við því að báðir leikmenn taki þátt í leik Arsenal og Leeds á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner