Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. nóvember 2021 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Conte fór vel yfir málin í hálfleik
Mynd: Getty Images
Tottenham 2 - 1 Leeds
0-1 Daniel James ('44 )
1-1 Pierre-Emile Hojbjerg ('58 )
2-1 Sergio Reguilon ('69 )

Tottenham hefur ekki enn tapað leik eftir að Antonio Conte tók við liðinu.

Spurs fékk Leeds í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í dag og lenti undir rétt áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist. Kantmaðurinn eldsnöggi Daniel James skoraði þá eftir sendingu frá Jack Harrison.

Fyrri hálfleikurinn var ekki góður hjá Spurs og var staðan sanngjörn í hálfleik, 0-1.

Conte fór vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik og byrjaði Spurs seinni hálfleikinn vel. Son Heung-min átti skot sem fór af varnarmanni og í slána, áður en Pierre-Emile Hojbjerg jafnaði metin.

Spurs hélt áfram og stuttu eftir jöfnunarmarkið komust þeir yfir; vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilon tók frákastið eftir aukaspyrnu Eric Dier og skilaði boltanum í netið.

Eftir annað markið náðu heimamenn að landa sigrinum nokkuð, þægilega 2-1. Þeir voru eins og annað lið í seinni hálfleiknum.

Conte vinnur fyrsta heimaleik sinn í deildinni sem stjóri Tottenham og er lið hans núna komið upp fyrir Manchester United í sjöunda sæti. Leeds er í 17. sæti, tveimur stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner