De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   þri 21. nóvember 2023 10:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fanndís framlengir við Val
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tilkynnti í morgun að Fanndís Friðriksdóttir væri búin að framlengja samning sinn við félagið.


„Fanndís þarf vart að kynna fyrir fótboltaáhugamönnum en hún er einn reynslumesti leikmaður liðsins, hefur spilað 232 leiki í efstu deild og skorað í þeim leikjum 115 mörk. Þá hefur hún spilað 109 A landsleiki og skorað 17 mörk. Fanndís hefur verið mikilvægur hluti af liðinu síðan 2018, verið frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og því mikil ánægja að njóta krafta hennar áfram á Hlíðarenda!" segir í tilkynningu Vals.

Fanndís kom í Val frá franska félaginu Marseille um mitt sumar 2018. Hún hefur einnig spilað með Breiðabliki, Kolbotn, Arna-Björnar og Adelaide United á sínum ferli.

Á liðnu tímabili lék hún sextán leiki og skoraði fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner