Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. janúar 2020 21:42
Aksentije Milisic
Ítalía: Juventus í undanúrslit - Emil í sigurliði
Ronaldo hættir ekki að skora.
Ronaldo hættir ekki að skora.
Mynd: Getty Images
Juventus 3 - 1 Roma
1-0 Cristiano Ronaldo ('26 )
2-0 Rodrigo Bentancur ('38 )
3-0 Leonardo Bonucci ('45 )
3-1 Gianluigi Buffon Sjálfsmark ('50 )

Juventus og Roma áttust við í 8 liða úrslitum ítalska bikarsins. Það var að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo sem kom heimamönnum í forystu en hann átti þá góðan sprett sem endaði með vinstri fótar skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Pau Lopez í markinu. Ronaldo var þarna að skora í sjöunda leiknum í röð fyrir Juventus.

Á 38. mínútu kom Rodrigo Bentancur Juventus í tveggja marka forystu áður en Leonardo Bonucci gerði þriðja markið rétt fyrir leikhlé. VAR skoðaði markið og í ljós kom að Bonucci var réttstæður.

Í byrjun seinni hálfleiks átti tyrkinn Cengiz Under mjög góðan sprett inn á völlinn sem endaði með þrumuskoti í slánna og niður, þaðan í Gianluigi Buffon og í netið. Markið því skráð sem sjálfsmark á Buffon. Nær komust gestirnir ekki og Juventus því komið í undanúrslitin.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Padova sem sigraði Virtus Verona í ítölsku C deildinni. Þetta var þriðji leikur Emils hjá Padova en fyrstu tveir leikirnir höfðu tapast. Emil spilaði allan leikinn.

Padova er í fimmta sæti í B-riðli C deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner