Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 22. janúar 2020 17:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Martial getur í kvöld jafnað met Nistelrooy, Rooney og Persie
Manchester United tekur í kvöld á móti Burnley á Old Trafford. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Anthony Martial, framherji Manchester United, getur í kvöld jafnað afrek sem þrír frábærir framherjar hafa náð hjá United í úrvalsdeildinni.

Ruud van Nistelrooy, Wayne Rooney og Robin van Persie náðu því allir að skora í fjórum fyrstu leikjum sínum, gegn sama félaginu, fyrir United.

Nistelrooy skoraði í fyrstu fjórum leikjum sínum gegn Spurs og Newcastle, Rooney náði þessu einnig gegn Newcastle og van Persie gegn Stoke.

Martial hefur skorað í þremur fyrstu leikjum sínum gegn Burnley í deildinni. Allir hafa þeir farið fram á Turf Moor, heimavelli Burnley. Skori hann í kvöld jafnar hann þetta afrek.
Athugasemdir
banner