Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 22. janúar 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Carragher eftir tap Liverpool: Þetta er svo slakt
Það gengur ekkert upp hjá Liverpool
Það gengur ekkert upp hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er að detta úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn en Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, hefur verulegar áhyggjur af gengi liðsins.

Liverpool hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum og þá hefur liðið ekki skorað í fjórum leikjum í röð.

Liðið tapaði fyrir Burnley á Anfield í gær en þetta var fyrsta tap liðsins í 68 deildarleikjum á leikvanginum. Sóknarleikurinn var slakur eins og í síðustu leikjum og fór Carragher yfir málin á Sky í gær.

„Við höfum talað um formleysi á leikmönnum og Klopp hefur komið vel fyrir í viðtölum og varið leikmennina og þeir hafa gert svo vel fyrir klúbbinn," sagði Carragher.

„Titillinn er renna úr greipum þeirra og þetta verður mjög erfitt fyrir þá. Það eru sex stig frá toppsætinu og það er enn hægt að bæta fyrir það en ástandið á liðinu og leikirnir sem eru framundan á næstu tveimur mánuðum þá eru leikmenn frekar að að hafa áhyggjur af því að ná Meistaradeildarsæti frekar en að vinna deildina."

„Þeir þurfa að skora mörk og vinna leiki áður en þeir hugsa um að verja titilinn. Liðið hefur verið svo slakt og Klopp trúir því ekki hvað er að gerast fyrir liðið á síðustu vikum, sérstaklega eftir 7-0 sigur á Crystal Palace."

„Það eru margir leikmenn sem eru ekki upp á sitt besta og það á sama kaflanum. Það eru mörg lið sem eru að keppast um að vera meðal fjögurra efstu liða á þessu tímabili og þetta verður erfitt,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner