Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. janúar 2021 13:00
Enski boltinn
Fær Lampard tvo leiki til viðbótar?
Frank Lampard er valtur í sessi þessa dagana.
Frank Lampard er valtur í sessi þessa dagana.
Mynd: Getty Images
„Þetta er búið að vera gríðarlega vont upp á síðkastið og ég held að starf Lampard hangi á bláþræði," sagði Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Chelsea hefur hrapað niður í 8. sætið í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur eftir að hafa verið í toppbaráttu í desember. Talið er að Frank Lampard verði rekinn sem stjóri ef gengi liðsins batnar ekki strax.

„Ég ætla að gefa mér það að við vinnum Luton um helgina. Það eru tveir leikir eftir það með þriggja daga millibili á móti Wolves og Burnley. Ef annar hvor þessara leikja tapast hef ég trú á því að þetta sé komið gott."

Ef Lampard missir starfið eru tveir þjálfara mest orðaðir við stöðuna.

„Það eru tveir stórir tjórar á lausu núna. Það eru Thomas Tuchel og Max Allegri. Annar þeirra gæti tekið við ef svo fer. Aðrir miðlar segja að þeir viji láta Lampard klára tímabilið því fyrsti maður á blað sé Julian Nagelsmann."

„Ég er ekki hrifinn af Thomas Tuchel. Hann er mikil dramadrottning og skilar stundum vondu búi af sér," bætti Jóhann við. „Skapgerðin hjá honum minnir mig á Antonio Conte og það er ekki eitthvað sem Chelsea þarf núna."

„Chelsea hefur oft farið ítölsku leiðina sem hefur gengið ágætlega. Nennir Allegri að taka við liði sem er í uppbyggingar fasa? Draumurinn er maður eins og Nagelsmann en það þýðir ekki að biðja um það núna á miðju tímabili."

Nánar var rætt um krísuna hjá Chelsea í þætti dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Krísa Chelsea og topplið Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner