Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 22. janúar 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Leeds skiptir um gras á Elland Road
Leeds hefur tilkynnt að nýtt gras verði lagt á heimavöll liðsins Elland Road í næstu viku.

Grasið á vellinum hefur litið illa út undanfarnar vikur en mikil rigning í vetur hefur haft áhrif.

Stefnt er á að taka grasið af vellinum í helgina og leggja nýtt gras í næstu viku.

Nýja grasið verður síðan notað í fyrsta skipti gegn Everton þann 3. febrúar.

Í maí á síðan að fara í frekari framkvæmdir á Elland Road til að völlurinn höndli betur rigningu.


Athugasemdir
banner
banner