fös 22. janúar 2021 20:38
Victor Pálsson
Wijnaldum: Fólk mun segja að það vanti sjálfstraust
Mynd: Getty Images
Georginio Wijnaldum, leikmaður Liverpool, segir að það vanti ekki sjálfstraust í liðið fyrir framan markið eftir erfiðan leik gegn Burnley í gær.

Liverpool hefur margoft spilað betur en átti þó nokkur ákjósanleg færi í leik sem endaði með 1-0 sigri Burnley á Anfield.

Mark gestanna kom úr vítaspyrnu og var þetta fyrsta tap Liverpool heima frá árinu 2017 í deildinni.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Við vorum með góða hugmynd um hvernig við áttum að spila gegn Burnley. Við vildum halda boltanum mikið," sagði Wijnaldum.

„Við sköpuðum nóg til að skora mark en því miður tókst það ekki. Við vorum ekki nógu beittir og þeir fengu vítaspyrnu."

„Við fengum 100 prósent færi, í þessum stöðum erum við í vandræðum með að skora. Það er erfitt að útskýra þetta, fólk mun segja að það vanti upp á sjálfstraustið."

„Ég held að það sé ekki raunin. Við erum ekki nógu gráðugir en verðum að halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner