lau 22. janúar 2022 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
Birkir og Jón Daði í sigurliðum
Mynd: Pisa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa nokkrir Íslendingar lokið leik í dag. Íslendingar komu við sögu víðsvegar um Evrópu og má sjá það helsta hér fyrir neðan.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í hægri bakverði hjá Pisa sem gerði markalaust jafntefli við SPAL í ítölsku B-deildinni.

Pisa er á toppi deildarinnar, einu stigi fyrir ofan Brescia með 39 stig eftir 20 umferðir.

Hjörtur á því góða möguleika á að fá að spreyta sig í Serie A næsta haust.

Ítalska B-deildin:
Spal 0 - 0 Pisa

Jón Daði Böðvarsson fékk þá að spreyta sig með Bolton í ensku C-deildinni. Jón Daði kom inn á 66. mínútu í stöðunni 0-0 og tókst Bolton að skora sigurmark undir lokin.

Þetta eru mikilvæg stig fyrir Bolton sem er í neðri hluta C-deildarinnar. Jón Daði hefur undanfarin ár verið í Championship deildinni og gæti því reynst mikill liðsstyrkur fyrir Bolton.

Enska C-deildin:
Shrewsbury 0 - 1 Bolton
0-1 D. Charles ('89)

Birkir Bjarnason lék síðasta stundarfjórðunginn í 5-0 stórsigri Adana Demirspor gegn Karagumruk í tyrkneska boltanum.

Demirspor er í þriðja sæti en Birkir kom inn í stöðunni 3-0, þar sem Britt Assombalonga var búinn að setja tvennu. Skömmu eftir innkomu Birkis fékk Mario Balotelli að spreyta sig og skoraði Ítalinn skömmu síðar.

Balotelli er meðal markahæstu leikmanna deildarinnar með 8 mörk og 3 stoðsendingar.

Tyrkneski boltinn:
Adana Demirspor 5 - 0 Karagumruk
1-0 Britt Assombalonga ('35)
2-0 Yunus Akgun ('58)
3-0 Britt Assombalonga ('67)
4-0 Mario Balotelli ('83)
5-0 Yunus Akgun ('90)

Æfingaleikir:
Bröndby 1 - 4 Lyngby
BATE Borisov 3 - 0 Slutsk
Silkeborg 3 - 0 Middelfart
Sirius 2 - 1 Örebro

Æfingaleikir kvenna:
Ovrevoll Hosle 1 - 0 Vålerenga
Rosengård 0 - 1 Bröndby
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner