Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   lau 22. janúar 2022 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
England: Frank fékk rautt eftir tap á heimavelli
Mynd: EPA
Brentford 1 - 2 Wolves
0-1 Joao Moutinho ('48)
1-1 Ivan Toney ('71)
1-2 Ruben Neves ('78)

Brentford og Wolves áttust við í enska boltanum í dag og tafðist leikurinn um tæpan hálftíma í fyrri hálfleik. Fyrst meiddust tveir miðjumenn Brentford eftir að hafa skollið saman og svo þurftu leikmenn að fara til búningsklefa meðan óþekktur dróni sveif yfir völlinn.

Staðan var markalaus eftir rúmlega 70 mínútna fyrri hálfleik en mörkin fengu að líta dagsins ljós eftir leikhlé. Joao Moutinho skoraði strax eftir þrjár mínútur og tókst heimamönnum í Brentford ekki að jafna fyrr en Ivan Toney kom knettinum í netið á 71. mínútu.

Hvorugt liðið var að skapa mikið en þó tókst Ruben Neves að koma Úlfunum yfir á ný á 78. mínútu.

Heimamenn í Brentford reyndu hvað þeir gátu til að bjarga stigi undir lokin en Úlfarnir voru mikið að tefja og komu knettinum í netið á lokamínútunum en markið ekki gilt vegna rangstöðu.

Thomas Frank, stjóri Brentford, var reiður að leikslokum því hann vildi sjá Jose Sá markvörð Wolves fá rautt spjald fyrir stöðugar leiktafir. Þess í stað fékk Frank sjálfur rautt spjald eftir lokaflautið þegar hann lenti í rifrildi við Joao Moutinho og dómarann.

Þetta eru mikilvæg stig fyrir Wolves sem er í áttunda sæti eftir þrjá sigra í röð. Brentford var að tapa sínum fjórða deildarleik í röð og er átta stigum frá fallsvæðinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner