Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. janúar 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus Mar fer líka til Torino
Lengjudeildin
Júlíus Mar í leik gegn Fylki
Júlíus Mar í leik gegn Fylki
Mynd: Baldvin Berndsen
Það bætir enn í þann fjölda Íslendinga sem verða hjá ítalska félaginu Torino næstu daga því Fjölnismaðurinn Júlíus Mar Júlíusson er á leið til félagsins.

Í gær var greint frá því að Torfi Geir Halldórsson (2004) væri á leið til félagsins og myndi bæði æfa og spila með unglingaliði þess. Þá er Róbert Quental Árnason (2005) að ganga í raðir félagsins og verður kynntur á næstu dögum.

Júlíus heldur utan í dag og verður í viku á Ítalíu. Hann er sautján ára (2004) og spilaði með Vængjum Júpíters á síðustu leiktíð.

Hann er hávaxinn og spilar oftast sem djúpur miðjumaður. Í vetur hefur hann komið við sögu í öllum leikjum Fjölnis í Reykjavíkurmótinu og lék 80 mínútur gegn Víkingi í gærkvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner